Til að sjá meira um eiginleika OpenShot forritsins, kíktu þá á listann hér fyrir neðan. Smelltu á liðina til að sjá meira. Þú getur líka skoðað nýjustu myndskeiðin okkar, skjámyndir eða notandahandbókina.

Listi yfir eiginleika

OpenShot supports the following operating systems: Linux (most distributions are supported), Windows (version 7, 8, and 10+), and OS X (version 10.15+). Project files are also cross-platform, meaning you can save a video project in one OS, and open it on another. All video editing software features are available on all platforms.

Byggt á hinu öfluga FFmpeg-aðgerðasafni, OpenShot getur lesið fjölda skráasniða fyrir myndefni og myndskeið. Til að sjá heildarlista yfir öll studd snið, ættirðu að skoða FFmpeg-verkefnið. Útflutningsgluggi OpenShot birtir sjálfgefið nokkur helstu skráasniðin, en með því að fara á ítarlegri flipann geturðu valið hvert það snið sem FFmpeg býður upp á.

OpenShot styðst við öflugt hreyfingakerfi með lykilrömmum, sem gerir kleift að nota ótakmarkaðan fjölda lykilramma og möguleika á hreyfingum. Brúunarhamur lykilramma (keyframe interpolation mode) getur verið ferningslaga bezier-ferlar, línulegur eða fasti, wsem aftur ákvarðar hvernig gildi hreyfinga eru reiknuð.

Samþætting við skjáborðsumhverfi notenda er einn helsti eiginleiki OpenShot. Innbyggðir skráavafrar, gluggaumgjarðir og fullur stuðningur við draga/sleppa í innbyggðu skráakerfi. Hægt er að byrja verkefni einfaldlega með því að draga skrár inn í OpenShot úr skráastjóranum sem þú notar venjulega.

Spor eru notuð til að lagskipta myndum, myndskeiðum og hljóði í verkefni. Þú getur útbúið eins mörg lög og þér sýnist, til dæmis vatnsmerki, bakgrunnshljóðrásir, bakgrunnsmyndskeið, o.s.frv... Allt gegnsæi mun birta lagið/lögin fyrir neðan. Rásir er hægt að færa upp, niður eða læsa þeim.

Myndbúta á tímalínu er hægt að laga til á ýmsa vegu, til dæmis með kvörðun, utanskurði, snúningi, gegnsæi, gripi og breytingum á X,Y hnitum. Þessi eigindi má einnig hreyfa til miðað við tíma með örfáum músarsmellum! Þú getur líka notað umbreytingartólið til að breyta stærð myndbúta á gagnvirkan máta.

Yfir 400 millifærslur fylgja með OpenShot, sem gera kleift að stigdeyfa úr einum myndbút yfir í annan. Hraða og skerpu millifærslna má einnig aðlaga með notkun lykilramma (ef þörf er á). Tveir myndbútar sem skarast munu sjálfkrafa búa til nýja millifærslu.

Þegar myndbútum er raðað upp í myndskeiðsverkefni, birtast myndir á efri lögum/sporum ofan á þeim sem eru neðar. Rétt eins og í pappísstafla, hylja þessar efri því þær neðri. Og ef þú klippir í þær göt (með gegnsæi) munu neðri myndirnar birtast í gegn.

Yfir 40 sniðmát með vigurteiknuðum skjátitlum koma með uppsetningu OpenShot, sem gerir innsetningu skjátitla auðvelda og skemmtilega. Þú getur líka búið til þína eigin SVG vigurtitla, og notað þá sem sniðmát. Fljótlegt er að breyta letri, lit og texta í titlunum þínum með hjálp innbyggða titlaritilsins okkar.

Myndgerðu fallegar þrívíðar hreyfimyndir inni í OpenShot, með hjálp hins frábæra, opna og frjálsa Blender-forrits. OpenShot kemur með meira en 20 hreyfimyndasniðmátum og gerir þér kleift að laga til liti, sizes, tímalengdir, texta, auk margra myndgerðareiginda (eins og speglun, gljáa, hornskurð, útpressun og fleira).

Ítarlega tímalínan fyrir vinnslu myndskeiða er með mörg tonn af sniðugum eiginleikum sem hjálpa þér við að útbúa hágæða myndskeið. Draga og sleppa, stærðarbreyting myndskeiða, aðdráttur inn og út, hliðjöfnun, forstillingar hreyfinga, sneiðing, grip og fleira! Dragðu bara skrá yfir á tímalínuna og þú getur þá strax byrjað að föndra!

Aðgerðasafnið til vinnslu myndskeiða (libopenshot) var hannað með nákvæmni í huga. Þetta gerir OpenShot kleift að stilla nákvæmlega hvaða rammar eru birtir (og hvenær). Notaðu örvalyklana á lyklaborðinu til að feta þig ramma fyrir ramma í gegnum verkefnið þitt.

Stjórnaðu krafti tímans með OpenShot! Hraðaðu og hægðu á myndbútum. Snúðu við stefnu myndskeiða. Eða stýrðu handvirkt hreyfingum á tíma og stefnu myndskeiða eins og þér hentar, með hjálp hins öfluga hreyfingakerfis sem byggist á lykilrömmum.

OpenShot er með marga góða eiginleika til hljóðvinnslu, svo sem eins og birtingu bylgjuforma á tímalínunni, eða að myndgera þessi bylgjuform sem hluta af sjálfu myndskeiðinu. Þú getur líka klofið hljóð frá myndskeiðsbútum og einnig stillt hverja hljóðrás sérstaklega.

OpenShot inniheldur margar myndrænar sjónhverfingar (og fleiri á leiðinni). Dragðu sjónhverfingu ofan á myndskeiðsbút og aðlagaðu svo eigindi hennar (sumum er hægt að stýra með hreyfingum). Aðlagaðu birtustig, litróf, litblæ, grátóna, bakgrunnsútskipti, og margt margt fleira! Saman með millifærslum, hreyfingum og tímastýringum, gerir þetta OpenShot að ákaflega öflugum hugbúnaði til vinnslu myndskeiða.