OpenShot-aðgerðasafnið (libopenshot) er öflugt, margkerfa C++ myndaðgerðasafn með opnum grunnkóða, gefið út með tvennskonar notkunarleyfi; LGPL útgáfu 3.0 og svo notkunarleyfi í viðskiptalegum tilgangi. Margþráða, fjölkerfa og fjölhæft API-forritsviðmót fyrir vinnslu myndskeiða. Að auki eru tiltækar bindingar fyrir Python, Ruby auk annarra forritunarmála.

Listi yfir eiginleika

OpenShot Library (libopenshot) supports the following operating systems: Linux (most distributions are supported), Windows (version 7, 8, and 10+), and OS X (version 10.15+). Project files are also cross-platform, meaning you can save a video project in one OS, and open it on another.

Byggt á hinu öfluga FFmpeg-aðgerðasafni, OpenShot getur lesið fjölda skráasniða fyrir myndefni og myndskeið. Til að sjá heildarlista yfir öll studd snið, ættirðu að skoða FFmpeg-verkefnið.

OpenShot styðst við öflugt hreyfingakerfi með lykilrömmum, sem gerir kleift að nota ótakmarkaðan fjölda lykilramma og möguleika á hreyfingum. Brúunarhamur lykilramma (keyframe interpolation mode) getur verið ferningslaga bezier-ferlar, línulegur eða fasti, wsem aftur ákvarðar hvernig gildi hreyfinga eru reiknuð.

Spor eru notuð til að lagskipta myndum, myndskeiðum og hljóði í verkefni. Þú getur útbúið eins mörg lög og þér sýnist, til dæmis vatnsmerki, bakgrunnshljóðrásir, bakgrunnsmyndskeið, o.s.frv... Allt gegnsæi mun birta lagið/lögin fyrir neðan. Rásir er hægt að færa upp, niður eða læsa þeim.

Myndbúta á tímalínu er hægt að laga til á ýmsa vegu, til dæmis með kvörðun, utanskurði, snúningi, gegnsæi, gripi og breytingum á X,Y hnitum. Þessi eigindi má einnig hreyfa til miðað við tíma.

Stigdeyfing úr einum myndbút yfir í annan. Hraða og skerpu millifærslna má einnig aðlaga með notkun lykilramma (ef þörf er á).

Þegar myndbútum er raðað upp í myndskeiðsverkefni, birtast myndir á efri lögum/sporum ofan á þeim sem eru neðar. Rétt eins og í pappísstafla, hylja þessar efri því þær neðri. Og ef þú klippir í þær göt (með gegnsæi) munu neðri myndirnar birtast í gegn.

Stuðningur við titla á vigurformi (SVG-snið), með fullum stuðningi við gegnsæi.

Libopenshot var hannað með nákvæmni í huga. Þetta gerir OpenShot kleift að stilla nákvæmlega hvaða rammar eru birtir (og hvenær).

Stjórnaðu krafti tímans með OpenShot! Hraðaðu og hægðu á myndbútum. Snúðu við stefnu myndskeiða. Eða stýrðu handvirkt hreyfingum á tíma og stefnu myndskeiða eins og þér hentar, með hjálp hins öfluga hreyfingakerfis sem byggist á lykilrömmum.

OpenShot er með marga góða eiginleika til hljóðvinnslu, svo sem eins og birtingu bylgjuforma, eða að myndgera þessi bylgjuform sem hluta af sjálfu myndskeiðinu. Þú getur líka klofið hljóð frá myndskeiðsbútum og einnig stillt hverja hljóðrás sérstaklega.

OpenShot inniheldur margar myndrænar sjónhverfingar (og fleiri á leiðinni). Aðlagaðu birtustig, litróf, litblæ, grátóna, bakgrunnsútskipti, og margt margt fleira! Saman með millifærslum, hreyfingum og tímastýringum, gerir þetta libopenshot að ákaflega öflugu aðgerðasafni til vinnslu myndskeiða.

Notkunarleyfi í atvinnuskyni

Libopenshot er með tvennskonar notkunarleyfi; LGPL útgáfu 3 og svo einföldu leyfi í atvinnuskyni. Við mælum með því að þú prófir fyrst opnu og frjálsu útgáfuna og þegar þú ert orðinn viss um að aðgerðasafnið uppfylli kröfur verkefnisins, þá ættirðu að fara yfir í viðskiptalega notkunarleyfið. Hagnaður af leyfum fyrir notkun í atvinnuskyni er notaður af OpenShot Studios, LLC til áframhaldandi þróunar á OpenShot Video Editor, verðlaunuðum hugbúnaði til vinnslu myndskeiða. Okkur finnst þetta vera sanngjörn málamiðlun, sem styður við þróun OpenShot. Viðskiptalega notkunarleyfið innifelur ekki leyfi til notkunar á JUCE (notað til hljóðvinnslu) eða öðrum háðum aðgerðasöfnum. Endilega sendu okkur tölvupóst ef þig langar til að fræðast betur um þetta.

Endilega hafðu í huga að ákveðnar kerfiskröfur, eins og FFmpeg, Libav, JUCE, ásamt fleiru, eru með eigin notkunarleyfi og ákvæði, og að þú ættir að sannreyna hvort þau séu samhæfanleg viðskiptalegum notkunarleyfum uppsetninga hjá þér.

Opinn grunnkóðiFRJÁLST

Vita meira
  • LGPL útgáfa 3 notkunarleyfi
  • Breytingar verða að vera gerðar opinberar með þessu sama notkunarleyfi
  • Engin aðstoð
  • Uppfærslur eru útgefnar af samfélaginu
  • -
  • -

Í atvinnuskyni

Hafðu samband við okkur
  • Notkunarleyfi í atvinnuskyni
  • Breytingum má dreifa án takmarkana LGPL-leyfisins
  • Aðstoð í tölvupósti með svörun innan 24 klst
  • 12 mánuðir af uppfærslum innifaldir
  • Dreifing án leyfisgjalda
  • 1 forritarasæti

API-forritsviðmót fyrir tölvuský

Vita meira
  • Borga-eftir-notkun verðskrá
  • REST API (ekki krafist C++)

Aðstoð og ráðgjöf

Ekki forritari? Hefurðu ekki tíma til að forrita þína eigin uppsetningu á libopenshot? Ekkert vandamál! Sendu bara tölvupóst til okkar og lýstu því sem þú hefur í huga. Við erum alltaf til í að brjóta heilann um lausnir með öðrum, og ef þess er þörf, bjóðum við upp á hagstæða ráðgjöf og þjónustu.